Lífskjör dregist aftur úr?

Þetta eru merkilegar fullyrðingar hjá Árna Páli og minna á yfirlýsingar ESB-sinna frá því í gær um að lífskjör hér á landi hafi dregist aftur úr miðað við grannlöndin.

En er það svo? Í skýrslu Þjóðmálastofnunar frá því í ár kemur fram að lífskjör láglaunafólks hafi aðeins dregist saman um 9% hér á landi á aðal kreppárunum (2008-2010) en hafi síðan hækkað aftur.

http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33363

Hins vegar kemur einnig fram í skýrslunni að tekjur hjá hæsta tekjuhópnum hafi dregist saman um 38%. Þetta þykir þó ekki bagalega í ljósi þess að tekjumunur hafi aukist mjög fyrir Hrun, þannig að sá tekjumunur sé sem betur fer að ganga til baka.

Núverandi ríkisstjórn hefur þannig tekist að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu.

Þetta harmar Árni Páll þrátt fyrir að vera stjórnarþingmaður og fyrrum ráðherra í þessari ríkisstjórn! Hann telur sig greinilega vera málsvara fólks í hæsta tekjuhópnum og vill augljóslega aukinn tekjumun.

Skyldi hann einhvern tímann átta sig á því að hann er í flokki sem kennir sig við jafnaðarstefnu?


mbl.is Árni Páll í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Við þetta má bæta að árangur ríkisstjórnarinnar eftir hið mikla hrun hér á landi árið 2008, en þá varð fimmti mesti samdráttur hér af öllum Evrópulöndum, er undraverður.

Um mitt ár 2010 virðist botni kreppunnar hafa verið náð en þá tók kaupmáttur launa að aukast á ný og jókst frá febrúar 2011-2012 um 4,6% sem er mesta hækkun hér á landi frá árinu 2000!

Hagvöxtur hér á landi var svo árið 2011 sá áttundi mesti á Vesturlöndum, Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og er nú eitt það minnsta í Evrópu.

Torfi Kristján Stefánsson, 3.10.2012 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband