Stórsigur fyrir Háskólann eða stórtap?

Þetta er nú nokkuð hæpin túlkun á niðurstöðu siðanefndar enda má segja að þessi siðanefnd sé pöntuð af forystu Háskólans til að ljúka þessu leiðindamál.

Það hafa nefnilega fleiri siðanefndir Háskólans komið að málinu og þar var niðurstaðan allt önnur. Í apríl 2009 kemst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að kennsluefni Bjarna Randvers feli ekki í sér "hlutlæga og sanngjarna umfjöllun" um Vantrú. Þá var skorað á Bjarna að breyta námsefninu ef námskeiðið yrði endurtekið.

Önnur siðanefnd var svo skipuð árið 2010 og komst hún að sömu niðurstöðu ári seinna. Háskólinn bauð meira að segja Vantrú skaðabætur vegna umfjöllunar Bjarna Randvers.

Núna er sem sé komin þriðja siðanefndin og þá loksins er Bjarni fríaður af óhlutdrægni og ósanngjarnri kennslu. Það kallar hann aðför að akademísku frelsi sínu - og því miður hefur stór hluti háskólakennara tekið undir það. Þannig virðist sem ekki megi gagnrýna hlutdræga og ósanngjarna kennslu í HÍ vegna þess að slík gagnrýni sé aðför að akademísku frelsi kennaranna!

Við þessa niðurstöðu er háskólasamfélagið komið á þann stað sem það var fyrir um 50 árum síðan. Þetta er afturför sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fræðileg vinnubrögð háskólasamfélagsins.

Og fyrir guðfræðideildina og hugvísindasviðið er þessi niðurstaða enn alvarlegri í ljósi þess að nýlega var annar stundakennari þar uppvís að því að hafa logið til um prófgráðu sína - og komist upp með það í 10 ár!

Tekið skal fram að Bjarni Randver hefur verið í doktorsnámi við deildina til fjölda ára og hefur ekki enn lokið námi - en kennir þar samt.



mbl.is „Stórsigur minn og Háskóla Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það skal tekið fram að hin meinta aðför Vantrúar að Bjarna er fólgin í gagnrýni á hann fyrir hlutdræga og ósanngjarna kennslu (en ekki í sýknun hans!).

Torfi Kristján Stefánsson, 7.10.2012 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband