26.11.2012 | 12:34
Mestu umhverfissóðarnir
Samkvæmt Norrænu hagtölum hvað umhverfismál varðar má lesa að stóriðja hefur aukist mest á Íslandi frá 1990 og einnig losun gróðurhúsalofttegunda
Sjá:
http://www.norden.org/is/utgafa/utgefid-efni/2012-001
Gross energy consumption index 1990=100
Hækkað langmest á Íslandi eða í 144 (annars um 122 hjá hinum þjóðunum).
Emission of greenhouse gases index 1990=100
Einnig langmest á Íslandi eða upp í 130 (lækkað í Danmörku og Svíþjóð)
Losunin hefur hækkað mest frá árinu 2005-2008, en minnkað síðan þá, en er ennþá mest á Norðurlöndunum.
Er nú svo komið að Ísland losar mest allra Norðurlandaþjóða af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa.
Þá má benda á að í dag byrjar loftlagsráðstefna í Qatar þar sem leiðtogar 195 ríkja koma saman og ræða vandann af hækkandi hitastigi jarðar.
Þetta virðist alveg fara framhjá íslenskum fjölmiðjum - og einnig umhverfisráðuneytinu. Reyndar kom fyrsta fréttin um þetta í hádegisfréttum RUV rétt í þessu.
Danir og Svíar fylgjast hins vegar vel með:
http://www.dn.se/nyheter/varlden/nytt-toppmote-for-att-hejda-klimathot
Gamlir karlar og ungar mæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér eru fleiri leiðinlegar tölur:
Það er athyglisvert að sjá að þeir sem hætta skólanámi eftir skylduna eru langflestir karlar. Aðeins 33,2% karla lýkur stúdentsprófi en 66,8% kvenna (bls. 74).
Þetta jafnast aðeins út um þá sem ljúka háskólagráðu eða 42,7% karla en 57,5% kvenna (bls. 79).
---
Ísland eyðir langmestu í menningu eða 3,7% af þjóðartekjum (BNP). Danir koma næst með 1,7%!! Önnur tala er 7,2% (bls. 118) meðan næsta þjóð eyðir um 3,5% (Grænland!). Við eyðum einnig hlutfallslega miklu í heilbrigðismál en mest allra þjóðanna í almenna opinbera þjónustu. Einnig mest í fjárhagsleg málefni (skuldir?). Húsnæðiskostnaður er einnig hæstur hjá okkur.
----
Sjá um viðskiptahallann á bls. 102: langmestur á Íslandi, einkum á árunum 2000-2008 en hefur farið hratt minnkandi síðan (er samt enn mestur).
Þá hafa Ísland og Svíþjóð hæsta erlenda fjárfestinguna (Ísland langhæst árið 2007 eða 120% GDP og 80% (út og inn), það fyrrnefnda hefur minnað mikið síðan en erlend fjárfesting hefur aukist aftur eftir fallið 2008), bls. 103.
Finnland flytur miklu meira inn en út (2011) og hefur það aukist mjög síðan 1990 (bls. 108). Landið er í stórum undirbalans nú.
-----------
Skattar eru langlægstir hér – og á Grænlandi. Er 35,9% hér en alls staðar annars staðar yfir 40% (42,3-48%), bls. 119.Skiljanlegt er því að halli sé á ríkissjóði – og er það eina landið á Norðurlöndum sem svo er ástatt um. Nettóskuld var 53,3% af BNP meðan allar aðrar þjóðir voru í plús (bls. 120 (118)).
Verðlag hefur hækkað langmest hér á landi – og tekið stórt stökk frá 2007 (um 55% frá 2005) meðan það er annars staðar rétt um og yfir 10% (bls. 122).
Vextir eru einnig hæstir hér á landi en hafa þó lækkað frá því þeir voru hæstir árið 2009 eða 13% (byrjaði að stíga aftur undir lok árs 2010), bls. 128).
------
Hvað menntun varðar er langfæst af doktorum hér á landi eða rétt um 100 (af milljón) meðan þeir eru yfir 250 annars staðar (140). Samt birtum við hlutfallslega jafn mikið af vísindagreinum og aðrar Norðurlandaþjóðir.
Torfi Kristján Stefánsson, 26.11.2012 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.