9.12.2012 | 11:32
Drepa sjö til að bjarga einum!
Þessi frétt sýnir vel hugarfar Bandaríkjamanna - og að það breytist ekkert þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á hernaðaraðgerðir þeirra.
Fyrir það fyrsta eru þeir auðvitað innrásarher í landinu og fara greinilega sínu fram, stunda aftökur á þeim borgurum landsins sem leyfa sér andóf. Ekki er reynt að handtaka fólkið, engin réttarhöld fara fram osfrv.
Nú síðast í gær voru að koma fréttir um að 200 börn, allt niður í 12-13 ár, væru fangelsuð í bandarísku fangelsi í Afganistan, án dóms og laga og haldið þar árum saman. Sök þeirra er oft sú ein að tilheyra fjölskyldum sem eru grunaðar um að hafa samúð með andófsmönnum.
Auk allra þeirra barna sem hafa verið drepin í Afganistan hafa yfir 200 börn verið drepin í Pakistan, Sómalíu og Jemen af CIA og bandamönnum þeirra í Nató.
http://www.guardian.co.uk/world/2012/dec/07/us-military-targeting-strategy-afghanistan
Nú eru allir sem eru drepnir í hinum svokölluðu drónerárásum flokkaðir sem hryðjuverkamenn svo Bandaríkjamenn losni við það óþægilega verk að telja og gefa upp hve margir óbreyttir borgarar hefðu verið drepnir:
http://www.salon.com/2012/05/29/militants_media_propaganda/
Björguðu lækni úr klóm talibana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er svo frétt í Dv um aftökur án dóms og laga með drónervélunum:
http://www.dv.is/frettir/2012/12/5/aukin-harka-faerst-i-velmennastridin/
Torfi Kristján Stefánsson, 9.12.2012 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.