Drepa sjö til að bjarga einum!

Þessi frétt sýnir vel hugarfar Bandaríkjamanna - og að það breytist ekkert þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á hernaðaraðgerðir þeirra.

Fyrir það fyrsta eru þeir auðvitað innrásarher í landinu og fara greinilega sínu fram, stunda aftökur á þeim borgurum landsins sem leyfa sér andóf. Ekki er reynt að handtaka fólkið, engin réttarhöld fara fram osfrv.

Nú síðast í gær voru að koma fréttir um að 200 börn, allt niður í 12-13 ár, væru fangelsuð í bandarísku fangelsi í Afganistan, án dóms og laga og haldið þar árum saman. Sök þeirra er oft sú ein að tilheyra fjölskyldum sem eru grunaðar um að hafa samúð með andófsmönnum.

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/USA-fengslet-barn-i-militarfengsel-i-Afghanistan-7065173.html

Auk allra þeirra barna sem hafa verið drepin í Afganistan hafa yfir 200 börn verið drepin í Pakistan, Sómalíu og Jemen af CIA og bandamönnum þeirra í Nató.

http://www.guardian.co.uk/world/2012/dec/07/us-military-targeting-strategy-afghanistan

Nú eru allir sem eru drepnir í hinum svokölluðu drónerárásum flokkaðir sem hryðjuverkamenn svo Bandaríkjamenn losni við það óþægilega verk að telja og gefa upp hve margir óbreyttir borgarar hefðu verið drepnir:

http://www.salon.com/2012/05/29/militants_media_propaganda/

 

 


mbl.is Björguðu lækni úr klóm talibana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er svo frétt í Dv um aftökur án dóms og laga með drónervélunum:

http://www.dv.is/frettir/2012/12/5/aukin-harka-faerst-i-velmennastridin/

 

Torfi Kristján Stefánsson, 9.12.2012 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband