12.12.2012 | 11:44
Er ekki kominn tími á nýjan umhverfisflokk?
Við sjáum sífellt meiri undanlátssemi hjá þingmönnum Vinstri grænna í stjórnarsamstarfinu við nýfrjálshyggjumennina í Samfylkingunni.
Skíturinn sem Vg er lentur í með sambúðinni við kratana er farin að líkjast skítnum sem beljurnar á Brúarreykjum þurfa að standa í með alþýðuflokksmanninn Bjarna Bærings í brúnni.
Hvert einasta frumvarp sem ráðherrar Vinstri grænna leggja fram er tekið í gíslingu einhvers þingmanns Samfylkingarinnar.
Kvótafrumvarpið er stopp í þingflokki SF, Kristján Möller heldur uppi hatrömmu málþófi við frumvarp Svandísar Svavarsdóttir um rammaáætlunina og meira að segja frumvarp hennar um ný byggingarlög er tekið í gíslingu af sama þingmanni.
Þó svo að löngu sé komið í ljós að VG nær engum af sínum málum fram í stjórnarsamstarfinu þá er enn þjónkað við gömlu kratana í Samfylkingunni í þeirra hraðferð til hægri - með þeim árangri að fylgið hrynur af Vg.
Er ekki að verða kominn tími til að restin af Vg sameinist einfaldlega Samfylkingunni - og þeir sem ekki vilja fylgja með í þeirri vegferð stofni nýja umhverfis- og vinstriflokk?
Nóg er amk til af góðu fólki sem ætti að geta verið á lista hjá slíkum flokki.
VG og olíuvinnsla á Dreka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 6
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 156
- Frá upphafi: 459965
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 145
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.