Ekki eitrun en mikið flúor í beinum?

Þetta er nú furðu stutt frétt hjá Mogganum og nokkuð seint brugðist við. Á rúv birtist frétt fyrir fjórur dögum um niðurstöður á rannsóknum á flúoreitruninni í Reyðarfirði þar sem sama þversögnin kemur fram en fréttin er þar mun ítarlegri:

http://www.ruv.is/frett/mikill-fluor-i-beinum-dyra-en-ekki-eitrun

Það sem mér finnst athyglisverðast við þessar niðurstöður er að svo virðist sem "umhverfisslysið" sem átti sér stað í sumar (þegar hreinsibúnaður átti að hafa bilað í fyrsta og eina skiptið) virðist hafa staðið yfir miklu lengur en aðeins í sumar. Elstu kindurnar (sex til sjö ára) voru með miklu meira flúor í beinum en þær yngri. Það bendir til að flúormengunin hafi staðið miklu lengur yfir en í sumar - eða allt að sex til sjö ár.

Samt er reynt að gera lítið úr menguninni og talað um flúor í beinum en ekki eitrun!! Já, það er engu logið um konflikthræðslu okkar Íslendinga né um þjónkun okkar við útlendinga.


mbl.is Bústofn varð ekki fyrir eitrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Moggamenn hafa greinilega bætt við fréttina en ekki lagast hún við það. Nú er reynt að láta svo líta út sem flúormengunin sé ekki frá álverinu en hvaðan ætti hún annars að koma?

Þá er furðuleg fullyrðing í fréttinni að það séu einkum reiðhross sem eti flúormengað hey. Hvað með kindur og kýr á svæðinu sem auðvitað eru öll á fullri gjöf í vetur?

Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2013 kl. 11:12

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sjá einnig skýrslu um mengunina sem byrjaði árið 2008, eða eftir að álverið hóf starfsemina,  en ekki 2006 eða áður en starfsemin hófst eins og haldið er fram í Moggafréttinni:

http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Mengandi-starfsemi/Fluor-Reydarfirdi/Fl%C3%BAor%20%C3%AD%20grasi.pdf

Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband