Athyglisverð grein í Fréttablaðinu í dag

Birgir Guðjónsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag, mánudag, um meinta lyfjamisnotkun í íþróttaheiminum hér á landi. Þessi maður er ekki einhver náungi út í bæ, heldur fyrrverandi yfirmaður lyfjaeftirlitsmála hjá ÍSÍ um árabil.

Þar kemur m.a. fram að árið 1993 hafi fundist sterar í líkamssýnum bráðkvadds kraftlyfingamanns - og kemur fram að hann hafi verið heimsfrægur. Þetta eru upplýsingar sem ég veit ekki til að hafi komið fram áður, sem hlýtur að teljast nokkuð sérkennilegt.

Í greininni er einnig fullyrt að fyrirliði landsliðsins (og KR) í körfubolta árið 2001 hafi fallið á lyfjaprófi en það verið þaggað niður.

Þetta eru alvarlegar ásakanir á hendur manna eins og Ellert B. Schram sem þá var forseti ÍSÍ, sem á að hafa þaggað málið niður - og á Ólaf Rafnsson þáverandi forseta Körfuknattleikssambandsins og núverandi formann ÍSÍ, sem á að hafa tekið virkan þátt í þögguninni.

Ekki verður í fljótu bragði séð við hvaða körfuknattleiksmann er átt en í liði KR árið 2000 (þ.e ári fyrir sýnafundinn) voru menn eins og Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson í liðinu. Þá var Baldur Ólafsson þar einnig.

Birgir skrifar þessa grein í tengslum við umræðuna um aukna steranotkun í samfélaginu undanfarin misseri samfara stórauknum áhuga á "líkamsrækt". Þess vegna er mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið í baráttunni gegn þessum vágesti sem sterar eru.

Því er spurt: Hver er þessi einstaklingur sem um ræðir og hverjir eru það sem harðast hafa barist gegn eftirliti með steranotkun í íþróttum hér á landi?


mbl.is Jón Arnór úr leik í þrjár vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er greinin:

http://visir.is/sterar,-brjost-og-eistu---morgunbladid-og-new-york-times/article/2013701149943

Torfi Kristján Stefánsson, 14.1.2013 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 456861

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband