22.3.2013 | 19:08
Heppnissigur!
Jæja, eins gott að sigur vannst! Vörnin slök og miðjan hjálpaði henni lítið. Sérstaklega lá á Birki í hægri bakverðinum og Aron Einar eins og venjulega langt í burtu og hjálpaði Birki ekkert. Nafni hans var sá eini sem sýndi lit. Þrjú dauðafæri hjá vinstri kantmanni Slóvena sýna það best. Þar bjargaði aðeins Hannes í markinu.
Þá var valið á Sölva greinilega rangt og heppni að hann var ekki rekinn út af (eins og gerðist í síðasta leik sem hann lék fyrir landsliðið).
Þá var skiptingin á Alfreð og Jóhanni Berg mjög skrítin, enda sýndi Jóhann Berg ekkert í leiknum.
Einnig var Emil slakur og hefði aldrei átt að byrja inná.
Gylfi Sigurðsson er auðvitað snilldar sparkmaður og á þennan sigur með Hannesi markmanni, þrátt fyrir lélegt val og lélega stjórnun liðsins í leiknum.
Glæsimörk Gylfa tryggðu sigurinn í Ljubljana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Norðmenn eru undir gegn Albaníu (0-1) þrátt fyrir að eiga heimaleik og aðeins 10 mínútur eftir!
Torfi Kristján Stefánsson, 22.3.2013 kl. 19:36
Norðmenn töpuðu og þóttu einkar súrt að Íslendingar unnu. Viðbröðgin voru m.a þessi um frammistöðu norska landsliðsins: "Dette er verdens desidert dårligste fotball lag, de greier absolutt ingenting. Ubrukelig. Kommer aldri til å kvalifisere seg til noe sluttspill, før Riise har lagt opp for 50 år siden og resten av laget er 70+."
Torfi Kristján Stefánsson, 22.3.2013 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.