Árni Páll að biðla til hægri

Það er alveg greinilegt að með Árna Páli í formannssæti Samfylkingarinnar - og Katrínu Júlíusdóttur sem varaformann - hefur Samfylkingin færst mikið til hægri.

Þessi orð um ólöglega eignaupptök er grátleg einföldun á staðreyndum og dæmigert fyrir útlendingadekur hægri kratanna - og hinna hægri flokkana. Sú "eigna"upptaka sem hér um ræðir byggist á samkomulagi en ekki á einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda - og er því engin eignaupptaka í sjálfu sér.

Þá er Magmadæmið mjög óheppilegt fyrir Samfylkinguna og réttara fyrir Árna Pál að þegja yfir því. Það var engin spurning um eignaupptöku eins og hann heldur fram heldur einfaldlega að ógilda kaupsamning Magma þar sem hann var ólöglegur - HS Orka var keypt í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð - og auðvelt að sanna það.

Forðumst stjórnvisku Árna Páls (og Katrínar).


mbl.is Árni Páll: Upptaka eigna gengur ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband