Nýr þjálfari - nýjar áherslur?

Eftir að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tókst að vinna sér þátttökurétt í Evrópukeppni landsliða í tvö skipti í röð (2009 og 2013) og komast í seinna skiptið í 8 liða úrslit, þótti leikmönnum nóg komið og hröktu þjálfarann, Sigurð Ragnar Eyjólfsson, frá störfum. Við tók að því er virtist undirgefnari maður og hækkaði meðalaldurinn í hópnum, m.a. með því að taka aftur inn fyrrv. fyrirliðann, Katrínu Jónsdóttur, en setja ungan leikmann eins og Elínu Mettu Jensen út úr liðinu (meira þörf sögð fyrir hana í 21 árs liðinu).
Norðmenn fara öfugt að, og komust með því í úrslitaleikinn á EM, með amk tvær stelpur undir 20. Önnur þeirra, Caroline Graham Hansen sem er aðeins 18 ára, er aðalefnið í kvennaboltanum í dag og átti stóran þátt í stórsigri Norð­manna á Belgum 4-1 í fyrsta leik riðlakeppninnar (við áttum í erfiðleikum með Belga í síðustu riðlakeppni og Norðmenn reyndar einnig). Kristine Hegland, sem skoraði þrennu er aðeins 21 árs.

Annars kemur val íslenska landsliðsins á óvart. Guðbjörg er enn í markinu á kostnað einnar þeirrar, sem verst lét í garð fyrri þjálfara, Þóru Helgadóttur. Þá eru leikreyndar dömur eins og Katrín Ómarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir á bekknum.

Sérstaka athygli mína vekur að Rakel skuli vera á bekknum en hún var einn besti leikmaður íslenska liðsins á EM í sumar. Í stað hennar er að mínu mati mun lakari leikmaður valinn, Dóra María Lárusdóttir (já, eða Ólína Viðarsdóttir).

Einn nýliði er þarna, Anna María Baldursdóttir, sem virðist samkvæmt þessu vera talin betri en Katrín Ómars.

Kannski er þjálfarinn ekki eins ósjálfstæður og maður hélt! 


mbl.is Tap gegn Sviss í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ekki byrjað þetta vel með nýjum þjálfara! Vörnin arfaslök, með Katrínu gömlu og Ólínu Viðars sem verstu menn. Katrín, í sínum síðasta landsleik?, átti sök á markinu (ásamt með markmanninum), og var heppin tvisvar ef ekki þrisvar sinnum að vera ekki refsað fyrir klúður.

Frammi sést Dóra María alls ekkert, og að venju kemur líitð út úr Hólmfríði. Því miður má ekki skipta út nema þremur leikmönnum og hæpið að skipta Guðbjörgu útaf vegna þess. Útaf með Ólínu, Dóru Maríu og Katrínu (eða Hólmfríði) og inn með Rakel, Hörpu og Fanndísi!

Heppin að vera ekki 4-5 mörkum undir í hálfleik!

Torfi Kristján Stefánsson, 26.9.2013 kl. 19:23

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ekki byrjar þetta vel hjá nýjum landsliðsþjálfara, Frey Aðalsteinssyni. Það mátti vel sjá í síðari hálfleiknum þegar hann smátt og smátt fór inn í liðsuppstillingu forvera síns. Segja má því að tilraun hans til breytinga hafi tekist afleitlega.

Nýja stelpan í hægra bakverðinum kom illa út í seinni hálfleiknum sem endaði með því að hún var tekin útaf og Dóra María sett í sína gömlu stöðu. Þá loks kom Rakel Hönnudóttir inná og þá loks komst jafnvægi á leikinn.

Annars voru Svissararnir miklu betri og unnu sanngjarna sigur

Torfi Kristján Stefánsson, 26.9.2013 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband