Varla valinn, eða hvað?

Ólafur Ingi verður varla valinn í landsliðshópinn, þó svo að hann spili með Waregem í Evrópukeppninni, því hann er ekki í neinni leikæfingu.

Annars er Lagerbäck mikið ólíkindatól og velur alls ekki menn í landsliðið eftir því hvort þeir séu í leikæfingu eða ekki.

Einn er sá leikmaður sem ekki hefur fengið að spila undanfarið en það er Rúrik Gíslason hjá FC Kaupmannahöfn, þó svo að hann hafi verið að leika í meistaradeildinni með liðinu sínu, gegn bestu knattspyrnumönnum í heimi og staðið sig afburðavel.

Í kvöld átti hann stórleik gegn Galatasaray, gaf t.d. stoðsendinguna að markinu sem reyndist sigurmark leiksins,  og átti mjög góðan leik einnig í varnarvinnunni.

Þessi reynsla úr meistaradeildinni hefur þó ekki verið metin á neinn hátt af landsliðsþjálfaranum sem lætur Rúrik sitja á bekknum.

Ragnar Sigurðsson átti einnig stórleik með FCK og er að verða einn af allra bestu miðvörðum í Evrópu. Maður verður stoltur af því að horfa á þessa tvo Íslendinga í baráttunni við þá bestu!


mbl.is Ólafur Ingi fer með Zulte til Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband