19.11.2013 | 11:48
Eflaust ekki ástæðulaus aðvörun ...
... en hætt er við að það sé frekar ástæða til þess að vara við skrílslátum fullra Íslendinga á leiknum en að heimamenn verði óvinveittir okkur (m.a. vegna óviðeigandi skrifa um landsliðið þeirra).
Af reynslunni hér heima af fyrri leiknum þá voru mun meiri vandræði af Íslendingum en Króötum. Til þess var t.d. tekið hvað króatískir áhorfendur voru rólegir og kurteisir á leiknum. Þeir sem fengu síðasta miðana á leikinn, sem var á svæði Króatanna, urðu vitni að því að af leik loknum þá kvöddu Króatarnir Íslendingana með handabandi, á meðan Tólfan úaði á leikmenn króatíska landsliðsins!
Það er kannski eitthvað til í ummælum króatíska landsliðsþjálfarans að við hérna uppi í norðrinu séum ekki þeir herramenn sem við þykjumst jafnan vera (og Króatar kannski ekki þeir bandítar sem við viljum meina?)?
Fíflalæti á Maksimir geta verið varasöm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tekið skal fram að fréttina af "drykkju" króatísku leikmannanna reyndist uppspuni frá rótum - og mjög ámælisvert að íþróttafréttamenn á Stöð 2, visir.is og Fréttablaðinu hafa ekki séð ástæðu til að leiðrétta "fréttina", hvað þá biðjast afsökunar á henni.
http://fotbolti.net/news/18-11-2013/hotelstjori-grand-hotel-her-er-allt-uppi-a-bordi-og-ekkert-falid
Torfi Kristján Stefánsson, 19.11.2013 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.