Þjálfarinn að klikka gjörsamlega!

Nú fer maður að skilja af hverju Aron Kristjánsson átti enga sældardaga þegar hann reyndi fyrir sér í þjálfun í Þýskalandi (rekinn á fyrstu leiktíðinni). Stjórnun hans á íslenska liðinu er til stórskammar. 10 mörk undir gegn Þjóðverjum um miðjan sienni hálfleikinn og hann samt heldur áfram með sömu liðsuppstillinguna: Ólaf Bjarka Ragnarsson og Snorra Stein fyrir utan!!! Snilld!!!!!

Þá er Ólafur Bjarki arfaslakur varnarmaður, flest mörk Þjóðverjanna koma hans megin, en samt er hann látinn spila vörnina nær allan seinni hálfleikinn.

Nei, við getum þegar afskrifað möguleika íslenska liðsins á EM - og reiknað með að þeir komist ekki áfram úr riðlakeppninni.

Svo verður vonandi skipt um þjálfara strax eftir mótið. 


mbl.is Úrslitaleikurinn við Þjóðverja í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þetta breyttist auðvitað um leið og Snorri Steinn og Ólafur Bjarki voru teknir útaf. 13 marka forysta Þjóðverjana fór niður í átta mörk með Ólaf Guðmundsson og Gunnar Stein í stað áðurnefndra.

Það nægir nú samt ekki þegar út í alvöruna er komið. Aron Pálmarsson verður að vera kominn í lag, sem og Guðjón Valur... Annars fer illa.

Torfi Kristján Stefánsson, 5.1.2014 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband