6.1.2014 | 07:21
Borg fyrir verktaka og braskara?
Já, maður vildi að satt væri aða þetta væri borg fyrir fólkið sem byggir það. Reyndin er önnur undir stjórn Samfylkingarinnar og Besta flokksins.
Vinsælir skemmtistaðir eins og og NASA eru lokaðir til að verða að kröfu braskara um að nýta lóðina á annan hátt. Hljómalindareiturinn var lokaður nú um jólin vegna verktaka og braskara sem eru að stórauka byggingarmagn á þessum viðkvæma stað í miðborginni og hækka öll húsin. Varla er skugginn og minna rými sem það veldur dæmi um borg fyrir fólk.
Þá hefur fólk borgarinnar mótmælt hástöfum háum byggingum á hafnarsvæðinu úti við Granda sem skyggir mjög á hið gamla hverfi við Nýlendugötu og þar um kring. Sama má segja um byggingar í Vesturbænum nálægt flugvellinum.
Þétting byggðar, sem er markmið þessa meirihluta, er nefnilega bein og óbein aðför að gömlum húsum í miðbænum. Rifin eru lítil hús frá byrjun síðustu aldar og reist fjölbýlishús (eða jafnvel hótel) í staðinn. Sjarminn við lágreistan miðbæ er að breytast í hrollvekju hárra húsa.
Segja má að þetta slagorð, "þétting byggðar", sé nýjasta útfærslan að aðförinni að varðveislu gamalla húsa. Já, "modernisminn" tekur á sig ýmsar myndir og nú undir forystu þeirra sem síst skyldi.
Fyrir verktaka og braskara - eða fyrir fólk?
Hjálmar stefnir á 2.-3. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta um lágu húsin í borginni er að verða að öfugmælum:
"Ó borg, mín borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt sem fyrir ber."
Torfi Kristján Stefánsson, 6.1.2014 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.