14.1.2014 | 17:52
Lélegur sóknarleikur nema hjá Aroni
Þetta lítur alls ekki nógu vel út. Eftir 4-4 í byrjun þá var staðan allt í einu 8-4 og engin ógnun í sóknarleik íslenska liðsins nema frá Aron. Snorri Steinn fékk að spila áfram langt frameftir hálfleiknum þrátt fyrir að hann dræpi niður allt tempó í leiknum og ógnaði ekkert.
Það verður að koma eitthvað nýtt til í sóknarleiknum ef ekki á að fara illa. Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson hafa ekkert verið notaðir. Af hverju ekki?
Ungverjar jöfnuðu í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 37
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 458083
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki var þetta gott þó svo að auðvitað beri að fagna að liðið sé komið áfram í milliriðil.
Stjórnun Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara á liðinu var léleg og spilað á sömu mönnunum rétt eins og venjulega.
Leikmennirnir verða orðnir vel þreyttir þegar líður á mótið, sérstaklega menn eins og Guðjón Valur, Aron og Arnór.
Einnig mæðir mikið á hægri vængnum vegna lítillar ógnunar frá leikstjórnandanum. Mér skilst að Snorri Steinn hafi leikið amk 40 mínútur í leiknum þrátt fyrir aðeins eitt mark og eina stoðsendingu.
Ólafur Guðmunds og Gunnar Steinn komu ekkert inná í leiknum. Spurning hvort ekki sé rétt að fækka leikmönnunum niður í 14 fyrst svo er?
Sem betur fer voru Ungverjarnir litlu betri - og leikurinn frekar lélegur - og því sæti í milliriðli í höfn. Við vorum greinilega mjög heppnir með riðil.
Næsti leikur er gegn heimsmeisturunum og þá kemst Ísland ekki upp með svona lélegan leik.
Hætt er við slæmum rassskelli ...
Torfi Kristján Stefánsson, 14.1.2014 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.