18.1.2014 | 21:26
Of seint!?
Já, leikur Íslands gegn Austurríki í kvöld var flottur og sérstaklega leikur Ólafs Guðmundssonar í vörn og sókn.
En það er ekki nóg, og líklega of seint í rassinn gripið eftir að Danir unnu Spán.
Nú eru málin ekki lengur í okkar höndum og mjög fjarlægur möguleiki að við náum að keppa um úrslitasæti í mótinu.
Kannski náum við 5.-6. sætinu en ég veit ekki hverju það skiptir - hvort það sé að einhverju að keppa. Sæti í undanúrslitum hefði hins vegar gefið öruggt sæti á næsta HM.
Það er spurning hvort liðið sé komið áfram á næsta Ólympíumót án þess að þurfa að taka þátt í undankeppni. Einhvers staðar las ég það að sæti í milliriðli á EM tryggði slíkt - en það var auðvitað ekki í innlendum fjölmiðlum!
Danskur sigur dró úr vonum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 458383
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg lýsing Danana á leiknum gegn Spánverjum. Kannski höfum við Íslendingar lært eitthvað af dönskum stíl í gegnum nýlendutímann?: http://jyllands-posten.dk/sport/handbold/ECE6417014/danmark-i-episk-storkamp/
Torfi Kristján Stefánsson, 19.1.2014 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.