25.1.2014 | 12:08
"alls staðar"?
Mig minnir nú að Aron hafi verið rekinn eftir mjög stutt stopp sem þjálfari í Þýskalandi. Einnig hætti hann hjá Skjern í Danmörku eftir frekar misheppnaðan þjálfaraferil, ef mig misminnir ekki. Svo gekk nú ekki alveg þrautalaust með Haukum síðast.
Annars má Aron eiga það að hann er einstakt ljúfmenni og kemur fram við leikmennina af virðingu (og jafnvel föðurlegri umhyggju). Það er jákvæður munur frá stjórnunarstíl Guðmundar Guðmundssonar.
Aron á bara svo margt eftir að laga í skipulagningu á liðinu, sérstaklega skiptingum milli sóknar og varnar. Ef það tekst ekki þá erum við bara miðlungslið í boltanum.
Við megum þakka áhorfendum góðan árangur í þessu móti, þ.e. að leikið var í Danmörku þar sem fjöldi Íslendinga býr - og stutt að fara. Og dómurunum sem alltaf hættir til að vera "heimadómarar".
Hætt er við að verr gengur ef leikið er annars staðar, fjarri heimaslóðum, rétt eins og raunin var á HM í Serbíu.
Á morgun verður svo dregið í riðla fyrir HM. Þar bíða lið eins og Þýskaland. Ef við lendum á þeim getum við gleymt öllum HM-draumum, ef liðið bætir sig ekki til muna. Það sýndi síðasti leikur okkar gegn b-liði þeirra.
Ber mikið lof á Aron Kristjánsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.