Útþennslustefna USA og vestrænna ríkja

Bandaríkjamenn og vestrænir vinir þeirra halda áfram útþennslustefnu sinni sem hófst aftur af miklu krafti eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Síðan þá hefur bandaríski herinn ráðist inn í Írak og Afganistan og komið á algjöru stjórnleysi og ofbeldisöldu í þessum löndum, auk loftárásanna á Libíu og stjórnleysisins í kjölfar falls stjórnarinnar þar.

Áður hafði tekist að  koma rússneska björninum á hné og ná undir sitt áhrifasvæði löndum sem löngum tilheyrðu Rússum, Eystrasaltslöndunum, og öðrum sem lengi hafa verið nátengd Rússum, Póllandi t.d.

Og nú á að þrengja hringinn kringum Rússland enn frekar með því að senda herlið til Póllands - og síðar eflaust til baltísku landanna. Úkraína er að falla í hendur ESB, vina Bandaríkjamanna, og er þá vestræna yfirráðasvæðið nær alls staðar komið að landamærum Rússlands.

Á meðan berast fréttir af vaxandi uppgangi nýnasista í Úkraínu. Þeir njóta góðs af því að hafa borið hitann og þungann af uppreisninni í Kænugarði og eru núna að færa út kvíarnar. Í nótt réðust þeir á búðir stuðningsmanna Rússa í Austur-Úkraínu og féllu amk 5 í bardaganum.

http://www.dn.se/nyheter/varlden/uppgifter-till-dn-hogra-sektorn-bakom-attack-i-slovjansk/ 

Áður höfðu borst fréttir um að úkraínsk stjórnvöld ætluðu að skylda gyðinga til að bera skilríki sem sýni að þeir séu gyðingar. Það þykir minna óþægilega á nasistatímann í Þýskalandi.

Já, hjal Vesturveldanna um lýðræði og mannréttindi verður hjóm eitt þegar slíkt rekst á við hagsmuni þeirra - og útþennslustefnu. 


mbl.is Bandarískt herlið fer til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 459332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband