22.4.2014 | 12:29
"kjarabaráttu"?
Þessi Ingólfur virðist ekki stíga í vitið, eða vera svona óforskammaður.
Það liggja 13 "burðardýr" í valnum, þrælar vestrænna ævintýramanna sem nota þá til að bera byrðar þeirra og láta þá fara á undan um lífshættulega stigu til að ryðja þeim sjálfum braut.
Sherparnir taka á sig alla áhættuna svo að hinir vestrænu, sjálfumglöðu ævintýramenn geta komið heim og montað sig af "afrekum" sínum. Svo er bara talað um kjarabaráttu þessa fólks!
Íslendingunum hefði verið nær að taka strax af skarið og ákveða, í ljósi þessara hörmulegu atburða, að hætta þegar við öll áform um Everest-för og lýsa yfir andstyggð sinni á þessum ævintýratúrisma.
Svo væri auðvitað fróðlegt að heyra hvað svona för kostar - og hverjir kosti ferð þeirra tvímenninganna. Vilborg hefur verið mjög dugleg að sýna útbúnað sinn í viðtölum í fjölmiðlum, skómerki, fatamerki og fleira. Það hafa varla áður sést eins grófar óbeinar auglýsingar í ríkisfjölmiðlunum eins og í þessum viðtölum.
Er ekki komið nóg af þessari auglýsinga- og ævintýramennsku sem er í raun ekkert annað en siðleysi og sem sýnir fyrst og fremst virðingarleysi gagnvart þegnum þriðja heimsins?
Fara ekki fleiri ferðir á Everest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 460021
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.