Ólík viðbrögð fjölmiðla

Fréttaflutningurinn af átökunum í Úkraínu er með eindæmum hlutdrægur.

Þegar skotbardaginn í Kænugarði átti sér stað, sem var undanfari valdaránsins í landinu, þá var stjórnarherinn ásakaður fyrir morð á friðsömum borgurum.

Nú þegar sami stjórnarher, og nýnasistar í skjóli þeirra, beinir byssum sínum að "aðskilnaðarsinnum" þá er allt annar tónn í fjölmiðlum. Talað er um skotbardaga o.s.frv.

Þá er ótrúlega lítið fjallað um það þegar nýnasistar kveiktu í verkalýðsbyggingunni í Odessa og myrtu þannig 42 manns, sem í fjölmiðlum eru kallaðir aðskilnaðarsinnar (og þá líklega allt í lagi að drepa þá?).

Reyndar er verið að fela það hverjir voru drepnir - og hverjir séu morðingjarnir.

Og allt þetta styðja Vesturlönd, með friðarverðlaunahafann Obama í broddi fylkingar, og halda áfram að tala um aukna refsiaðgerðir gegn Rússum!

Ætli fleirum en mér sé ekki löngu orðið flökurt af hræsninni?

Það sem verra er þó hernaðar- og árásartónninn í vestrænum stjórnvöldum. Það er eins og þeir óski einskis annars en stríð við Rússa. 
Enda er svo langt frá síðasta stríði (Líbíu sem var reyndar ekki neitt neitt og svo Írak áður). Hernaðarmaskínan verður nefnilega að fá sitt enda hefur aldrei verið framleitt eins mikið af vopnum og á síðasta ári.


mbl.is 50 fallið á tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.6.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 456282

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband