Hroki eða heimska?

Það er furðulegt að fylgjast með "húmornum" í Degi B. þessa daganna, þ.e. í tengslum við myndun nýs meirihluta í borginni.

Orðið "leynifundur" virðist fyrir og fremst vera sett fram á kostnað Píratanna, sem hafa jú barist fyrir opnari stjórnsýslu. Hvort þessi "húmor" stjórnast af hroka eða heimsku veit ég ekki - eða er einfaldlega tilraun til að losna við Píratana.

Hins vegar finnst mér ánægja Dags yfir kosningarúrslitnum sýna bæði hroka og heimsku. Eftir fjögurra ára meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins er svo komið að aðeins 63% kjósenda sjá einhverja ástæðu til að mæta á kjörstað.

Ástæðan er auðvitað einföld. Kjósendur sjá engan mun á þeim flokkum sem eru í framboði - og vita auk þess sem er að ekkert er að marka loforðin.

Ef það væri eitthvað vit í kollinum á Degi, auðmýkt og ... sjálfsgagnrýni ... þá væri hann ekki svona glaðhlakkalegur ... og "fyndinn".


mbl.is „Leynifundur dagsins var góður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 455532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband