Veðja á einangrun?

Þetta er enn ein hlutdræga umfjöllunin um átökin í Ukraínu og litið á málið með vestrænum gleraugum.

Rússar hafa ekki á nokkurn hátt stefnt á einangrun, heldur er það alfarið markmið ESB og Bandaríkjanna að einangra Rússa sem mest. Það hófst með samingi ESB við gömlu stjórnina í Úkraínu þar sem ætlunum var að draga úr áhrifum Rússa í landinu. Þetta sá m.a. okkar gáfaði utanríkisráðherra en var fljótur að snúa við blaðinu þegar óánægjuraddirnir fóru að heyrast frá vestrænum diplómötum.

Líklegt má telja að sú ákvörðun Rússa að veita uppljóstraranum Snowden landvistarleyfi hafi verið upphafið að áróðursherferðinni gegn Rússum - og Pútín sérstaklega. Það er nefnilega óleyfilegt í dag að vinna gegn bandarískum "hagsmunum" eins og þjóðarleiðtogar þeir, sem ekki hafa verið nógu leiðitamir, hafi kynnst svo rækilega.

Áróðurinn er auðvitað yfirgengilegur og látið eins og Rússar séu með útþennslustefnu. Málið er auðvitað þveröfugt vaxið. ESB og NATO eru með mikla útþennslu í austur og nú verður engum hlíft sem stendur í veginum fyrir því.

En Evrópulöndin hafa áður reynt að kúga Rússana en ekki tekist (Napoleon, bandamenn eftir fyrri heimstyrjöld og svo Hitler í þeirri síðari). Ég efast um að betur gangi nú, einmitt þegar ESB er næstum gjaldþrota og Kaninn verið það í raun í fjöldamörg ár. 

En þegar sverfir að heimafyrir reyna stjórnvöld að beina athygli almennings annað, m.a. með því að búa til óvinamyndir. Það er lausn kapitalismans við kreppum - og hefur oftar en ekki endað með skelfingu fyrir allan almenning.


mbl.is Pútín býður Vesturlöndum byrginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455606

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband