Athyglissýki eða tilraun til að fá pening?

Enn einu sinni er eldgosafræðingurinn Ármann Höskuldsson að reyna að vekja athygli á sér og sínu með glannalegum yfirlýsingum. Fyrir nokkrum dögum talaði hann um að gosið í Holuhrauni væri að hætta en svo reyndist alls ekki vera – enda sögðu tveir virtari jarðvísindamenn en hann, að ekkert benti til þess að það væri að draga úr gosinu.
Ármenn hefur greinilega ekki talið nóg að gert og heldur áfram að reyna að hræða almenning. Hann talar um að gosið í Holuhrauni hafi ekki við að létta á spennunni í kvikuganginum – sem er þvert á það sem Magnús Tumi og Páll Einarsson hafa sagt – og að miklar líkur séu á eldgosi í sjálfri Bárðarbungu með tilheyrandi hamförum.


Að vísu er mikil gúrkutíð núna hjá fjölmiðlum en þó skil ég ekki alveg þennan fréttaflutning – og undrast ábyrgðarleysi fjölmiðla og sérfræðinga eins og Ármanns sem nota hvert tækifæri að mála skrattann á vegginn. Athyglissýkin er yfirgengileg ... eða hvað?!


Málið er auðvitað það að gosið hefur vel undan. Kvikan undir jöklinum heldur áfram að streyma frá honum þannig að líkur á eldgosi í Bárðarbungu fer minnkandi með hverjum deginum sem líður. Fer því ekki að koma tími til að létta á takmörkunum á ferðum fólks norður af eldstöðvunum, eða eiga þessar takmarkanir að standa yfir í mörg ár – þ.e. á meðan það gýs í Holuhrauni (hinum nýju „Kröflueldum“)?

Nú síðast birtist lítil og sakleysisleg frétt í textavarpi RÚV sem gæti útskýrt þessi glannalegu ummæli Ármanns. Fé Jarðvísindastofnunar eru nefnilega á þrotum og nú þarf að betla meiri pening:

"Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands verður að fá aukið fé frá stjórnvöldum eigi að halda áfram því starfi sem unnið er í tengslum við eldgosið í Holuhrauni". Þetta segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

 


mbl.is Líkur á gosi undir jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455510

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband