21.9.2014 | 19:46
Þreytandi karakter!
Þessi Víðir Reynisson er að verða ansi þreytandi. Framganga hans í Eyjafjallagosinu var slík að kalla hefði átt á afsögn hans þá, en hann rak eins og kunnugt er fjölda fólks úr húsum þeirra á Suðurlandi, allt vestur til Þjórsár ef ég man rétt, vegna hugsanlegrar hættu á flóði úr Markarfljóti (sem aldrei kom!)!
Nú er það hugsanlegt flóð undan norðanverðum Vatnajökli (þetta blessaða "ef") sem geti skapað stórhættulega ástand að því er virðist fyrirvaralaust - og því sé allur varinn góður.
Þó hefur það komið margoft fram hjá helsta eldgosafræðingi okkar, Magnúsi Tuma, nú síðast í dag, að nær engin hætta sé á gosi undir jökli meðan það gýs í Holuhrauni.
Þar er jafn mikill kraftur í gosinu að áður og því engar líkur á gosi eða hamförum eins og er. Fyrirvarinn er þannig nægur, margir dagar, viku, mánuðir og jafnvel ár - og aldir, áður en kemur að gosi undir jökli!
Er ekki kominn tími til að gefa Víði (og fleiri "úlfur-úlfur" mönnum) frí og fá einhvern annan ekki eins kvíðinn eins og Víði karlinn?
Þetta er afar óskynsamlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 178
- Frá upphafi: 459731
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 157
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.