Dálítið hæpið!

Þetta fyrirbæri, Kristdagurinn, er runnið undan rifjum samtaka sem nefnast Campus Crusade for Christ og virðast vera komið hingað til lands fyrir tilstilli bænahóps undir forystu nokkuð umdeilds athafnamanns, Ómars Kristjánssonar.

Samtökin CCC, eða réttara sagt CRU eins og þau skammstafa sig nú, voru stofnuð 1951 af Bandaríkjamanninum (auðvitað!) Bill Bright sem segist vera í beinu sambandi við Guð. Guð mun sjálfur hafa gefið honum hugmyndina að nafni samtakanna og er það trú þeirra að svo hafi verið.

Spurning auðvitað hvort biskupinn okkar og forsetinn trúi þessu einnig, fyrst þau léðu nafn sitt þessu átaki og héldu m.a.s. ræður á þessari samkomu.

Fyrst tengdust samtökin bandarískum framhaldsskólum en hafa nú breiðst út víðar, svo sem meðal íþróttamanna og fleiri. 

Bright þessi hefur unnið sér það til frægðar að skrifa undir bréf, eða yfirlýsingu, fjögurra kristinna safnaða sem lögðu blessun sína yfir innrásina í Írak á sínum tíma. 

Mér finnst dálítið hæpið fyrir biskupinn og forsetann að auglýsa þessi samtök - og þennan "dag" þeirra - og tel að ráðgjafar þeirra hafi ekki staðið sig neitt sérstaklega vel í að kynna sér samtökin. 


mbl.is Sameinast í bæn í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 455555

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband