22.11.2014 | 13:17
Spáð kólnandi
Svo virðist sem Trausta verði ekki að ósk sinni um metár (og met-nóvembermánuð) því spáð er kólnandi veðri það sem eftir er mánaðarins. Meðalhiti verði milli 2 og 3 stig hér á Suðvesturhorninu.
Þá er spurning auðvitað hvort þessi "hlýindi" á árinu séu nokkuð til að hrópa húrra yfir. Hlýjustu mánuðurnir að tiltölu, janúar-febrúar og svo nóvember, eru þeir mánuðir sem mega vel vera kaldir (og með stillum) en sumarmánuðirnir júní og júlí, sem voru mun kaldari í ár en í meðalári, eiga að vera hlýir.
Meðalhitinn segir því ekki allt - í raun lítið sem ekkert - nema auðvitað að menn hafi sérstaklega gaman af met-ingi.
Nýtt hitamet í Reykjavík? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 458039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.