Starfsmenn gegnt lykilhlutverki?

Þessi yfirlýsing stjórnar Strætó sýnir nú einfaldlega að hún á stærri hlut í hneykslunum þeim sem hafa skakað fyrirtækið að undanförnu en hún vill vera láta.

Reynir Jónsson hefur nefnilega verið þekktari fyrir annað en að skapa öflugan og samhentan hóp starfsmanna, eins og fullyrt er í þessari yfirlýsingu.

Má þar nefna fyrir það fyrsta óánægju starfsmanna með framkomu Reynis gagnvart þeim, sem þeir segja einkennast af hörku og lítilsvirðingu. Nú síðast í október voru fréttir um mikla óánægju meðal vagnstjóra sem sögðu framkvæmdastjórann hóta þeim með uppsögnum ef þeir samþykktu ekki myndbandsupptökur í vögnunum.

Einnig muna eflast sumir eftir athugasemdum framkvæmdastjórans þegar fjallað var um öryggi farþega sem þyrftu að standa í strætó á leiðum út á land, þ.e. að þeim væri það í sjálfsvald sett hvort þeir tækju vagnana eða ekki!

Þessar deilur innan strætó hafa reyndar staðið lengi eða allt frá 2007 er trúnaðarmenn vagnstjóranna sögðu af sér allir sem einn. Þá var Reynir nýorðinn framkvæmdastjóri. Í yfirlýsingu frá þeim er talað um ógnanir framkvæmdastjórans í þeirra garð.

Samt lætur stjórnin eins og allt hefur verið í sómanum hjá manninum!! Hvað veldur - og hvers vegna er hann þá látinn taka poka sinn?


mbl.is Reynir hættir hjá Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 455528

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband