Gerist á vakt Samfylkingarinnar

Samfylkingin er ekki að gera það endasleppt í borginni. Ekki nóg með klúðrið hvað strætó varðar, og framkomuna gagnvart fötluðu fólki (það átti jú að spara svo mikið með því að færa ferðaþjónustuna yfir á strætó) heldur einnig gróðahyggjuna í skipulagsmálum.
Húsin tvö í miðbænum eru flutt til að rýma fyrir enn einu hótelinu - væntanlega til þess að fá inn aukin fasteigna- og lóðagjöld.
Láreistri byggðinni, sem er sjarminn við miðbæinn, er fórnað fyrir peninga. Merkilegt að ekkert heyrist af mótmælum vegna þessa gjörnings miðað við viðbrögðin síðasta sumar vegna silfurreynisins sem stendur þarna fyrir framan rauða húsið. Tréð er greinilega meira virði en láreist byggðin!
Fleiri skipulagsslys eru að gerast þessa dagana í miðbænum. Hljómalindsreitnum hefur verið umturnað án nokkurrar umræðu en nú er það "Frakkastígs"reiturinn sem er fórnarlambið - og engin umræða heldur um þá framkvæmd. Þrjú falleg timburhús hafa verið rifin til að hliðra fyrir enn einum steinkumbaldanum við aðalgötu bæjarins, Laugaveginn.

Mér finnst þetta ekki hægt - og sýnir að borgarstjórnarmeirihlutinn er algjörlega undir hælnum á verktakakapitalinu.
Aldrei mun ég kjósa Samfylkinguna aftur (né VG, Bjarta framtíð og Pírata) og allra síst veita Hjálmari Sveinssyni, formanni skipulagsnefndar, atkvæði mitt í prófkjöri.


mbl.is Gátu ekki fært húsin vegna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband