Loksins fréttir frá Libýu

Loksins heyrast einhverjar fréttir af ástandinun í Libýu eftir afskipti Vesturveldanna af innanríkismálum þar, þar á meðal Danmerkur og Noregs og með stuðningi íslensku kratastjórnarinnar (m.a.s. þingmanna Vinstri grænna), eftir morðið á Gaddafi og rigulreiðinni sem hefur ríkt í landinu síðan þá.

Af þessari frétt má ráða að núverandi ríkisstjórn í Libýu er vestrænum þjóðum ekki þóknanleg, líklega vegna þess að þeir eru ekki nógu kapitalískir, enda sumir hverjir fyrrverandi samstarfsmenn Gaddafis sem snerust þó gegn honum. Það er líklega ástæðan fyrir því að stjórn landsins fær enga aðstoð til að koma á lögum og reglu í landinu.

Þetta ástand er ekki aðeins hörmulegt fyrir íbúa landsins heldur einnig fyrir flóttafólk sem vígamenn í Libýu hafa að féþúfu og senda út á Miðjarðarhaf í opnum, hriplekum trébátum í leit að lukkunni í Evrópu með þeim afleiðingum að þúsundir barna og kvenna (ófrískra) drukkna á leiðinni.

Flóttamannavandamálið í Evrópu er að verða gríðarlegt vegna ástandsins í Libýu. Það hlýtur að vekja furðu fleiri en mína að ekkert skuli vera gert til að stöðva þessa starfsemi í landinu - meðal annars með því að styðja við stjórn landsins, eða jafnvel senda þangað liðsafla til að stoppa flóttamannastrauminn - og þannig koma í veg fyrir drukknun þúsunda manna - og viðvarandi flóttamannavandamál í Evrópu.

Nei, mannréttindi þessa fólks og hjálparstarf meðal þeirra er ekki á dagskrá hér á Vesturlöndum því pólitískur vilji er ekki fyrir hendi. Það nýtist nefnilega ekki í áróðursstríðinu og útþennslustefnu hins kapitalíska heims.

Mikilvægi Rússa til mótvægis við þessa grímulausu hagsmunapólitík vestrænna ríkja er því að verða aftur augljóst. Kannski var kalda stríðið mjög mikilvægt einmitt fyrir þriðja heiminn til að takmarka arðrán á þessum heimshluta - og því ekki alslæmt að það sé að hefjast aftur með styrkingu Rússa á alþjóðavettvangi?

 


mbl.is Líbíumenn vilja vopnabann afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 455532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband