2.8.2015 | 09:03
Úrkalínuher átti upptökin
Eftirlitsmenn frá ÖSE, Öryggisstofnun Evrópu, eru sammála um að Úkraínuher hafi átt upprökin að þessum átökum. Stjórnarherinn víli ekki heldur fyrir sér að skjóta á eftirlitsmennina og er ÖSE nú að hugsa um að koma sér í burtu frá mestu ófriðarsvæðunum.
Reyndar er merkilegt með ÖSE, rétt eins og vestræna fjölmiðla, að þeir forðast að gefa upp hver sé sökudólgurinn, þó svo að það megi auðveldlega lesa milli línanna hver sé árásaraðilinn.
http://www.dn.se/nyheter/varlden/osse-ser-over-ukrainainsats/
Þetta á einnig við um þessa frétt á mbl.is. Almennir borgarar á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna særðust, sem þýðir auðvitað að það er Úkraínuher sem hefur skotið á þá.
Hér á landi er um þessar mundir mikil umræða um þátttöku Íslands í refsiaðgerðunum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar, rétt eins og það sé Rússar einir, og aðskilnaðarsinnar, sem eigi sökina. Þessar refsiaðgerðir geta snúist gegn okkur ef Rússar hætta að kaupa íslenskar vörur. Þetta hefur m.a. gerst með norskar vörur og kostað Norðmenn drjúgan skildinginn.
Úkraínustjórn hefur hins vegar enn og aftur sýnt að þeir vilja gera rússneska minnihlutann í landinu að þriðja flokks borgurum og svipta þá sjálfsögðum mannréttindum. Þetta styðja vestræn lönd með ESB og Bandaríkin í fylkingarbroddi og við Íslendingar tökum undir með þeim. Já, hræsni okkar vesturlandabúa ríður ekki við einteyming.
Úkraínskir hermenn féllu í bardögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 460036
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úkraínuher átti þetta að vera!
Torfi Kristján Stefánsson, 2.8.2015 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.