5.8.2015 | 15:55
Nýjan gjaldmiðil?
Ætli hnífurinn standi ekki einmitt þar í kúnni? Einsmálsflokkurinn Björt framtíð er nefnilega ekki þekktur fyrir klukkufrumvarp sitt, flestum er sama um það, heldur fyrir sitt eina mál: Inngönguna í ESB og upptök evrunnar.
Nú hins vegar nefnir formaðurinn ekki ESB-málið á nafn og talar aðeins um annan gjaldmiðil en ekki evruna.
Kjósendurnir vita hins vegar betur og hafa engan áhuga á flokki sem enn heldur fast við inngöngu í ESB og upptöku evru, þrátt fyrir að allir viti hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér. Grikkland er gott dæmi um það.
Það er svo sem ekkert skrítið að hinn ESB-flokkurinn, Samfylkingin, sé einnig í frjálsu falli í skoðanakönnunum. Meðan þessir flokkar breyta ekki um stefnu varðandi ESB og evru mun fylgið halda áfram að hrynja af þeim.
Björt framtíð ekki einsmálsflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.