14.8.2015 | 07:58
Ekki-frétt?
Þetta er nú skrítin frétt og mjög svo óljóst hvað sé átt við með svokölluðum Brynjureit. Hvað á að gera þarna? Á t.d. að rífa sjálft húsið sem verslunin Brynja er í (Laugaveg 29), eins og upphaflega tillagan var, eða er hér með fallið frá því?
Einnig er spurning með Laugaveg 27.
Svo veit ég ekki betur en að framkvæmdir séu löngu hafnar þarna og búið að rífa gömlu húsin fallegu (þrjú talsins) sem stóðu í bakgörðunum milli Laugavegar og Hverfisgötu.
Já, enn fækkar bakgörðunum við Laugaveg. Þó er bót í máli að þarna er ekki verið að byggja enn eitt hótelið, eða hótelin, eins og verið er að gera svo víða á þessu svæði, svo sem á Hljómalindarreitnum.
Svo er auðvitað spurning hvað ferðamönnum finnist um allar þessar framkvæmdir við Laugaveginn - alla þessa byggingakrana og allan þennan hávaða.
Nýr miðborgarreitur tilbúinn 2017 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 61
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 310
- Frá upphafi: 459231
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 281
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má bæta við þetta að "fjárfestunum" í Þingvangi hefur verið stefnt vegna framkvæmda á Lýsisreitnum svokallaða vestur á Granda þar sem þeir sprengdu í óleyfi og stórskemmdu hús í nágrenninu.
Miðað við fyrri reynslu af byggingareftirlitinu hjá borginni má eflaust einnig búast við einhverjum skrautlegum uppákomum við þessa "uppbyggingu".
Já, borgarmeirihlutinn og gróðabraskararnir ná vel saman þessi misserin.
Torfi Kristján Stefánsson, 14.8.2015 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.