16.8.2015 | 09:27
Jónas og dópið
Ég hefði nú haft vit á því að þegja ef ég væri þessi maður. Hann styður þann mann til forseta alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem hvað ákafast hefur reynt að hylma yfir lyfjamisferlið í íþróttinni.
Það eru nefnilega sífellt að koma nýjar upplýsingar um stórfellt lyfjamisferli frjálsíþróttamanna og hvernig alþjóðalega frjálsíþróttasambandið hefur reynt að þagga niður í þeim aðilum sem hafa verið að rannsaka þetta misferli. Meira að segja hefur sambandið gengið svo langt að leyna niðurstöðunum og meina fjölmiðlum aðgang að skýrslum sem sýna hversu víðtæk lyfjanotkunin er.
Samt hafa niðurstöðurnar lekið út. Nú er ekki aðeins búið að afhjúpa dópneysluna á fyrsta áratug þessarar aldar heldur einnig allt til ársins 2012!
Frjálsar íþróttir hafa tekið við af hjólreiðum sem mesta dópíþróttin:
http://jyllands-posten.dk/sport/andensport/atletik/ECE7938836/Atletikforbund-beskyldes-for-at-blokere-rapport-om-doping/
Harmar vinnubrögð formanns FRÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frétt þessi er komin á RUV:
http://www.ruv.is/frett/lyfjahneyksli-thaggad-nidur
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2015 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.