16.8.2015 | 13:04
Dæmi um söguþekkingu eða sögufölsun?
Er ráðherrann gjörsamlega úti að aka?! Talar um að stuðningur við viðskiptaþvinganir ESB og Kanans í garð Rússa séu hagsmunir heildarinnar, þ.e. íslensku þjóðarinnar!
Spurningin er hvort hann sé á leið í stjórnarsamstarf við kratana og aðra ESB-sinna með því að hóta að taka auðlindina frá útgerðarfélögunum og/eða stokka upp veiðileyfakerfið.
Það er jú eitt helsta baráttumál Samfylkingarinnar (væntanlega til að selt veiðileyfi til ESB).
Svo heyrist mér hann tala um innrás Rússa í Úkraínu (hvenær átti hún sér stað annars?) og að slíkt hafi ekki gerst síðan í lok seinni heimstyrjaldarinnar (1945). Við skulum vona að það hafi einhver annars sagt þetta en sjálfur utanríkisráðherrann, en sá sem þetta sagði er annað hvort svona illa að sér í sögunni eða falsar hana alveg hikstalaust.
Fyrir það fyrsta þá gerðu rússneskmælandi Úkraínumenn í austur-Úkraínu uppreisn gegn valdaráni vesturhlutans. Og í öðru lagi hafa nú verið gerðar nokkrar innrásir í lönd Evrópu eftir seinna stríð, eins og flestir vita.
Auk þess hefur blessaða góða ESB ítrekað gert loftárásir á lönd í Evrópu síðan þá og það ekki fyrir svo löngu síðan.
Útgerðin sýni samfélagslega ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 172
- Frá upphafi: 459083
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff! Það var gáfumennið Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra Íslands í París, sem sýndi þessa afburða söguþekkingu en ekki sjálfur utanríksráðherrann. Þar vorum við framsóknarmenn heppnir!
http://www.ruv.is/frett/islandi-rjufi-ekki-samstodu-vesturlanda
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2015 kl. 13:41
Svo er það auðvitað umhugsunarefni af hverju RÚV er að taka viðtal við þennan elliæra fyrrum starfsmann utanríkisþjónustunnar (og það ekki í fyrsta eða annað sinn). Dæmi um hlutleysi stofnunarinnar?
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2015 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.