6.9.2015 | 20:56
Á Ísland eitthvað erindi í lokakeppni EM?
Eftir að hafa horft á leikinn gegn Kasakstan er svarið afdráttarlaust nei. Að geta ekki unnið lið sem fyrir leikinn var með eitt stig er auðvitað arfaslakt - og veit ekki á gott upp á framhaldið.
Auk þess var leikurinn mjög leiðinlegur á að horfa, lítið um færi og í raun ekkert að gerast allan tímann.
Spurning hvort tveggja tíma keppni í útsaumi hefði ekki verið skemmtilegri áhorfs en þessi ósköp.
Þjálfarinn, Lars Lagerbäck, er frægur í heimalandi sínu, einkum um þessar mundir vegna árangurs íslenska liðsins. En þar í landi muna ekki bara elstu menn enn eftir óánægjuröddunum þegar hann var landsliðsþjálfari Svía. Alltaf stillt upp í vörn, sama gegn hvaða liði var verið að spila. Sænska landsliðið lék mjög leiðinlegan bolta undir hans stjórn.
Það hefur ekkert breyst með aldrinum eða með nýju liði. Íslenska liðið er klárlega eindregið varnarlið - og verður aldrei annað meðan þessir tveir menn verða þar við stjórn.
Við eigum því ekki von á neinni skemmtum í lokakeppni EM á næsta ári - öðru nær!
![]() |
Ísland á EM í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 2
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 462640
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.