Persaflóaríkin taka ekki við neinum flóttamönnum!

Nú er mikil umræða um það að þrjú ríkustu arabalöndin, Sádí-Arabía, Kuwait og Katar, taka ekki við neinum flóttamönnum frá Sýrlandi.

Þeim ætti þó að vera það skyldast því það eru einmitt þessi lönd sem styðja hvað dyggilegast uppreisnarhópana í Sýrlandi, einkum þá ofstækisfyllstu.

Einnig hefur verið bent á hvað Bandaríkjamenn, sem einnig eiga stóra sök á ástandinu í Sýrlandi, bjóðast til að taka við fáum flóttamönnum. 10.000 manns meðan fámenn þjóð eins og Norðmenn, og með ríkisstjórn sem er fjandsamleg innflytjendum, ætlar að taka á móti 8.000 manns.

Danir eru ein þeirra þjóða sem tekur virkan þátt í hernaðinum í Írak og Sýrlandi. Þangað vill enginn flóttamenn fara heldur nota landið til að komast til Svíþjóðar

Svíar hafa hingað til tekið við yfir 34.000 flóttamönnum!:

http://www.dn.se/nyheter/varlden/manga-lander-kallsinniga-infor-flyktingstrommen/ 


mbl.is Sprenging í komu hælisleitenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Í Dsnmörku er verið að benda á hversu ólík framkoma þýskra stjórnvalda annars vegar og danskra hins vegar er gagnvart flóttamönnum. Þjóðverjar ætla að taka við 800.000 manns á meðan dönsk stjórnvöld auglýsa í flóttamannabúðum í Miðausturlöndum að þeir taki ekki við neinu flóttafólki!

Og meira en það. Ef almenningur í Danmörku aðstoðar flóttamenn á hann allt að tveggja ára fangelsisvist á hættu.

Já, þeir eru elskulegir og hjartahlýir frændur okkar, Danir!:

http://www.jyllands-posten.dk/premium/kommentar/undervejs/ECE8015370/Menneske-og-medmenneske/

Torfi Kristján Stefánsson, 13.9.2015 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 458041

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband