Buddan vegur þyngst!

Það er ótrúleg hræsnin í borgarstjóranum vegna þessa máls. Það ætti að vera öllum ljóst að hræðslan við öfgafull og ofsafengin viðbrögð "vina Ísraels" olli þessari stefnubreytingu en ekki vanhugsuð samþykkt. Kratarnir eru alltaf samir við sig. Leika tveimur skjöldum.

Með því að sniðganga aðeins vörur frá hernumdu svæðunum er borgarstjórnin einfaldlega að gera fyrri samþykkt nær algjörlega marklausa.

Það er nefnilega allt framferði ísraelskra stjórnvalda, sem flokkast sem mannréttindabrot og stríðsglæpir, ekki aðeins framganga þeirra á hernumdu svæðunum.

Rakst á þessa góðu úttekt á netinu:

Afhveru mátti boycotta S-Afríku en ekki Ísrael?
Ísrael sker sig úr frá öðrum þjóðum á eftirfarandi hátt sem réttlætir sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptalegar þvinganir:

A) Ísrael fær mestu peningaaðstoð og vopn frá Bandaríkjunum allra ríkja, nú um virði þriggja milljarða bandarískra dala árlega. Ísraelsríki notar bandarísk vopn og peningaaðstoð til að fremja stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ekki einungis notar það ólögleg vopn eins og hvítan fosfór og klasasprengjur gegn almennum borgurum (dæmi um það eru í Líbanon árið 1982 og 2006 og einnig á Gaza árið 2009),
heldur herjar það daglega á íbúa herteknu svæðanna í Palestínu. Þar fremja þeir stríðsglæpi með því að notast við hóprefsingar og kerfisbundnar pyntingar. Sjálft hernámið er einnig brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

B) Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkuð annað land í heiminum. Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael að fara eftir samþykktunum.

C) Í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunum. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaraðstefnu (e. Apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Af hagnýtum ástæðum er gyðingaætt (e. Jewishness) talin vera afmarkaður kynþáttur í Ísrael. Kynþáttur gyðinga er að hluta til skilgreindur í Ísrael eftir erfðum: Einstaklingur er talinn gyðingur samkvæmt lögum ef móðir hans er gyðingur, óháð fæðingarstað eða trúarskoðunum.

Samkvæmt grunnlögum í Ísrael er hægt að skilgreina þegna þess á tvo vegu: Þá sem hafa ríkisborgarararétt (h. Ezrahut) og þá sem eru af ísraelsku þjóðerni (h. Le‘om). Ríkisborgararéttinn geta gyðingar fengið en einnig fólk af öðrum kynþáttum. Aðeins þeir sem eru af gyðingaættum geta talist vera af ísraelsku þjóðerni. Ísraelska þjóðernið tryggir einstaklingi réttindi umfram þá sem hafa það ekki, líkt og arabar, í gegnum lagasamþykktir og á fleiri vegu.
Síonismi (e. zionism) er hugmyndafræði sem á uppruna sinn að rekja til 19. aldar og byggir á þjóðernishyggju en þar er kynþáttur gyðinga upphafinn vegna meints hreinleika og yfirburða kynþáttarins, en stefna síonista er einnig sölsa undir sig land sem þeir telja sig eiga rétt á. Í samfélagi sem byggir á síonisma fer fram kerfisbundin mismunun á kynþáttum samkvæmt hugmyndafræði síonismans. Alþjóðasamfélagið ætti því ekki að samþykkja síonisma sem hugmyndafræði sem ásættanlegt er að stjórnarfar sé byggt á.

D) Gagnrýni á Ísrael og opnar umræður um stefnu Ísraels eru oft þaggaðar niður. Þeir sem tjá sig opinberlega um gjörðir Ísraels eru oft gagnrýndir og ómálefnaleg rök eru notuð gegn þeim þar sem þeim er tileinkaður and-semítískur hugsunarháttur sem á ekkert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísraels.


mbl.is Hefur áhrif á ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband