30.9.2015 | 09:51
"Nýtt" landslið?
Nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér þátttöku í lokakeppni EM að ári, er tilvalið að kíkja á fleiri leikmenn en hafa verið notaðir í undanförnum leikjum - svona til að styrkja liðið fyrir lokakeppnina sem verður auðvitað mun erfiðari en riðillinn sem liðið er að spila í núna.
Er þá eðlilegt að líta til þeirra atvinnumanna sem hafa verið að spila mikið með félagsliðum sínum og eru í toppbaráttunni í sínum deildum.
Í Noregi er Rosenborg nær öruggur meistari og einnig komið í úrslit bikarkeppninnar. Þar leika tveir Íslendingar. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur leikið alla leiki liðsins sem miðvörður síðan hann kom til þeirra í vor. Sjálfsagt er að gefa honum tækifæri í landsliðinu, sérstaklega í ljósi þess að Hallgrímur Jónsson og lið hans OB er að standa sig illa í dönsku deildinni: Hólmar í stað Hallgríms!
Matthías Vilhjálmsson er nýkominn til liðsins og spilar því ekki mikið en hefur þegar gert tvö mörk með því - og annað réði úrslitum í undanúrslitum bikarins. Þá hafði hann staðið sig ágætlega með sínu gamla félagi meðan hann var þar og skorað a.m.k. sex mörk með því á leiktíðinni: Matthías í stað Jóns Daða Böðvarssonar!
Í Svíþjóð er Norrköping í hörku baráttu við Gautaborg um meistaratitilinn. Þar leikur Arnór Ingvi Traustason alla leiki liðsins og leggur upp mikið af mörkum, auk þess sem hann skorar sjálfur nokkur: Arnór Ingvi í stað Rúriks Gíslasonar!
Lið Hauks Heiðars Haukssonar, AIK, er svo skammt á eftir toppliðunum og á enn góða möguleika á titlinum. Haukur Heiðar hefur verið fastamaður í liðinu sem hægri bakvörður í undanförnum leikjum: Haukur í stað Theódórs Elmars!
Þá mætti alveg kíkja á Hjört Loga Valgarðsson með Örebro en hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið eða í fimm sigurleikjum í röð!, sem vinstri bakvörður: Hjörtur Logi í stað Kristins Jónssonar!
Í Danmörku er málið ekki eins einfalt. Þó er Nordsjælland, með Guðmund Þórarinsson þar í eldlínunni, í 5. sæti deildarinnar. Guðmundur leikur þar alla leiki hægra megin á miðjunni: Guðmundur í stað Arons Einars (sem er í banni) og svo í stað Ólafs I. Skúlasonar í seinni leiknum!
Hópurinn yrði þá þannig:
Markmenn: Hannes Þór Halldórsson (NEC), Ögmundur Kristinsson (Hammarby), Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)/Ingvar Jónsson (Sandnes)/Haraldur Björnsson (Östersund)
Varnarmenn:
Kári Árnason (Malmö), Ragnar Sigurðsson (Krasnodar), Birkir Már Sævarsson (Hammarby), Haukur Heiðar Hauksson (AIK), Ari Freyr Skúlason (OB), Sölvi Geir Ottesen (Jiangsu Guoxin-Sainty), Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg), Hjörtur Logi Valgarðsson (Örebro)
Miðjumenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Shijiazhuang Ever Bright), Guðmundur Þórarinsson (Nordsjælland), Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea), Emil Hallfreðsson (Hellas Verona), Jóhann Berg Guðmundsson (Charlton), Birkir Bjarnason (Basel), Arnór Ingvi Traustason (Norrköping), Ólafur I. Skúlason (Genclerbirligi)/Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes), Alfreð Finnbogason (Olympiakos), Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg), Viðar Örn Kjartansson (Jiangsu Sainty).
Sterkt lið ekki satt!?
Lokahnykkurinn framundan hjá landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 244
- Frá upphafi: 459312
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.