"Nýtt" landslið?

Nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér þátttöku í lokakeppni EM að ári, er tilvalið að kíkja á fleiri leikmenn en hafa verið notaðir í undanförnum leikjum - svona til að styrkja liðið fyrir lokakeppnina sem verður auðvitað mun erfiðari en riðillinn sem liðið er að spila í núna.

Er þá eðlilegt að líta til þeirra atvinnumanna sem hafa verið að spila mikið með félagsliðum sínum og eru í toppbaráttunni í sínum deildum.

Í Noregi er Rosenborg nær öruggur meistari og einnig komið í úrslit bikarkeppninnar. Þar leika tveir Íslendingar. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur leikið alla leiki liðsins sem miðvörður síðan hann kom til þeirra í vor. Sjálfsagt er að gefa honum tækifæri í landsliðinu, sérstaklega í ljósi þess að Hallgrímur Jónsson og lið hans OB er að standa sig illa í dönsku deildinni: Hólmar í stað Hallgríms!

Matthías Vilhjálmsson er nýkominn til liðsins og spilar því ekki mikið en hefur þegar gert tvö mörk með því - og annað réði úrslitum í undanúrslitum bikarins. Þá hafði hann staðið sig ágætlega með sínu gamla félagi meðan hann var þar og skorað a.m.k. sex mörk með því á leiktíðinni: Matthías í stað Jóns Daða Böðvarssonar!

Í Svíþjóð er Norrköping í hörku baráttu við Gautaborg um meistaratitilinn. Þar leikur Arnór Ingvi Traustason alla leiki liðsins og leggur upp mikið af mörkum, auk þess sem hann skorar sjálfur nokkur: Arnór Ingvi í stað Rúriks Gíslasonar!

Lið Hauks Heiðars Haukssonar, AIK, er svo skammt á eftir toppliðunum og á enn góða möguleika á titlinum. Haukur Heiðar hefur verið fastamaður í liðinu sem hægri bakvörður í undanförnum leikjum: Haukur í stað Theódórs Elmars!

Þá mætti alveg kíkja á Hjört Loga Valgarðsson með Örebro en hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið eða í fimm sigurleikjum í röð!, sem vinstri bakvörður: Hjörtur Logi í stað Kristins Jónssonar!

Í Danmörku er málið ekki eins einfalt. Þó er Nordsjælland, með Guðmund Þórarinsson þar í eldlínunni, í 5. sæti deildarinnar. Guðmundur leikur þar alla leiki hægra megin á miðjunni: Guðmundur í stað Arons Einars (sem er í banni) og svo í stað Ólafs I. Skúlasonar í seinni leiknum!

Hópurinn yrði þá þannig:

Markmenn: Hann­es Þór Hall­dórs­son (NEC), Ögmund­ur Krist­ins­son (Hamm­ar­by), Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son (Breiðablik)/Ingvar Jónsson (Sandnes)/Haraldur Björnsson (Östersund) 

Varn­ar­menn:
Kári Árna­son (Mal­mö), Ragn­ar Sig­urðsson (Krasnod­ar), Birk­ir Már Sæv­ars­son (Hamm­ar­by), Haukur Heiðar Hauksson (AIK), Ari Freyr Skúla­son (OB), Sölvi Geir Ottesen (Jiangsu Guox­in-Sainty), Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg), Hjörtur Logi Valgarðsson (Örebro)

Miðju­menn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Shijiazhuang Ever Bright), Guðmundur Þórarinsson (Nordsjælland), Gylfi Þór Sig­urðsson (Sw­an­sea), Emil Hall­freðsson (Hellas Verona), Jó­hann Berg Guðmunds­son (Charlt­on), Birk­ir Bjarna­son (Basel), Arnór Ingvi Traustason (Norrköping), Ólafur I. Skúlason (Genclerbirligi)/Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)

Sókn­ar­menn:
Kol­beinn Sigþórs­son (Nan­tes), Al­freð Finn­boga­son (Olymp­ia­kos), Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg), Viðar Örn Kjart­ans­son (Jiangsu Sainty).

Sterkt lið ekki satt!?

 

 


mbl.is Lokahnykkurinn framundan hjá landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 244
  • Frá upphafi: 459312

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband