Stríðsglæpur

Þetta er auðvitað hreinn og klár stríðsglæpur - sem var að öllum líkindum gerður af ráðnum hug. 

Svonefnd "mistök" við loftárásir NATÓ-hersins í Afganistan, sérstaklega bandarískra herflugvéla, eru það tíð að ekki er einleikið.

Á sama tíma gagnrýna Bandaríkjamenn Rússa fyrir að vilja vera með í drápleiknum í Sýrlandi, því Rússar leyfa sér að styðja stjórnvöld landsins sem Kaninn vill koma frá.

Lítið heyrist reyndar frá loftárásum NATÓ-liðsins í Sýrlandi og Írak en fréttir um að þetta og þetta margir "hryðjuverkamenn" hafi verið drepnir verða enn tortryggilegri en áður í ljósi þessarar fréttar um árásina á sjúkrahúsið í Kunduz. Hætt er við að meirihluti þeirra sem fellur sé óbreyttir borgarar. 

Sama á við um dróna-árásir á svokallaða "hryðjuverkamenn" í Jemen. Þótt fréttir sé ekki miklar þaðan bendir allt til þess að meirihluti drepinna sé almennir borgarar, konur og börn.

Það síðasta hvað Jemen varðar er að Sameinuðu þjóðirnar hafa hætt við að rannsaka meinta stríðsglæpi Sádí-Araba í loftárásum þeirra á landið, að frumkvæði vestrænna þjóða og bandamanna þeirra í Miðausturlöndum.

Enda er verið að skipa Sádí-Araba forstöðumann mannréttindamála SÞ, að frumkvæði Breta, þótt Sádar séu sú þjóð sem brýtur einna mest af sér hvað mannréttindi varðar.

Er ekki kominn tími til að við Íslendingar forðum okkur úr þessu samkrulli með vestrænum ríkjum og segjum okkur úr stríðsglæpasamtökunum NATÓ?


mbl.is Óskiljanlegt og skelfilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455509

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband