"útbúin til nauðgana"?

Þetta er nú heldur klén vörn hjá aðalritstjóra Fréttablaðsins því þó svo að í frétt blaðsins sé orðið "sér"útbúin ekki notað stendur skýrum stöfum í fyrirsögninni að hún hafi verið "útbúin til nauðgana". Ef það er ekki "sér"útbúnaður, hvað er það þá?

Það er spurning hvert Fréttablaðið er að fara með þessari umfjöllun sinni um meintar nauðganir en þær hafa verið umfjöllunarefni á forsíðum blaðsins undanfarna daga. Er ætlunin að efla til múgsefjunar, jafnvel ofbeldis og skrílsláta í netheimum, á götum úti og á meðal fólks?

Vald fjölmiðla er mikið - og vandmeðfarið. Það er ábyrgðarhlutur að taka lögin í eigin hendur og gera sjálfan sig að dómstól - götuna þar með einnig - og oftar en ekki með fréttaflutningi sem byggir á getgátum eða jafnvel beinum tilbúningi.

Þá er og ábyrgðarhluti að halda fram fölskum sakargiftum í málum sem þessum, þar sem sönnunarbyrðin er erfið.

Mér sýnist það vera meira vandamál nú um stundir en sjálf hin meintu brot. Taka verður á því af miklu meiri hörku en gert er ef um rangar sakagiftir er að ræða - og fjölmiðlar verða að fara sérstaklega varlega í að bera slíkt út, eða ýta undir slíkt.

Ég vil leyfa mér að fullyrða að Fréttablaðið hefur ekki farið varlega í þessum efnum undanfarið. Kannski er það hin nýja stefna sem aðalritstjórinn boðaði þegar hún settist í stólinn?


mbl.is Stendur við umfjöllunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband