5.1.2016 | 14:54
Af hverju fordæma Vesturlönd ekki aftökurnar?
Menn spyrja sig af hverju ekki heyrist neitt frá Bandaríkjamönnum eða öðrum vestrænum þjóðum vegna þessara morða á andófsmönnum í Sádí-arabíu.
Mikil var heykslunin á sínum tíma þegar bárust fréttir af því að stjórnvöld í Sýrlandi beittu andólfsmönnum þar hörku - svo ekki sé talað um Libýu í tíð Gaddafis og Írak í tíð Saddam Hussains. Tveimur þeim síðarnefndu var steypt af stóli með beinni hernaðaríhlutun og drepnir - og hið sama reynt með Assad Sýrlandsforseta.
En þegar Sádar gera slíkt hið sama heyrist ekkert frá Bandaríkjamönnum og ESB lætur sér nægja að lýsa yfir áhyggjum sínum!
Já, það er ekki sama hver á heldur. En jafnframt sýnir þetta að mannréttindi er ekki það sem knýr Vesturlönd áfram í stríðsaðgerðum þeirra í Miðausturlöndum.
Þetta mun þó leiða til þess að almenningur í vestrænum ríkjum mun í síauknum mæli hætta að trúa áróðrinum um frelsis- og mannréttindabaráttu þessum heimshluta til handa - og sífellt fleiri hallist að þeirri skoðun að hér sé um grímuklædda útþennslustefnu Vesturlanda að ræða.
Ekki hægt að útiloka átök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.