Léleg liðstjórn gerði útslagið

Þetta er nú alveg ótrúlegt! Ólafur Guðmundsson valinn í liðið til að hvíla Aron Pálmarsson en kom samt ekkert inná þrátt fyrir að Aron hafi verið tekinn úr umferð allan leikinn - og klikkað í mörgum skotum þegar Ísland var einum manni fleiri (tvisvar 2-2 þá).

Svo er auðvitað skrítið að sjá Alexander spila nær allan leikinn, þótt hann hafi verið góður, því hann hafði beðið um að vera eitthvað hvíldur í þessum leik. Hann væri jú ekki í standi líkamlega til að spila alla leiki.

Nei, ónei. Rúnar Kárason sat á bekknum nær allan leikinn þó svo að hann hafi ekki gert fleiri mistök en aðrir þann stutta tíma sem hann var inná.

Þá var vörnin slök eins og markatalan sýnir enda spilaði Aron Pálma, sem ekki er góður varnarmaður, stóran hluta leiksins í vörninni.

Aron Kristjáns er greinilega ekki með neinar taugar til að stjórna þessu liði. Hann þorir ekki að taka ákvarðanir þegar staðan krefst þess.

Ég hélt reyndar að það væri fullreynt með hann eftir síðasta mót (11. sætið og það með mikilli heppni) en HSÍ-klíkan er greinilega ekki sama sinnis. Ég vil benda á að við eigum fjóra þjálfara sem eru að þjálfa erlend landslið. Einn þeirra hlýtur að vilja taka að sér karlalandsliðið hér heima.

Nú eigum við sterkasta liðið eftir og getum vel endað með því að komast ekki áfram upp úr riðlinum. Var einhver að tala um að við værum með það gott lið að undanúrslit væri raunhæfur möguleiki?


mbl.is Ísland ekki öruggt áfram eftir tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 455378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband