3.4.2016 | 09:13
Rússagrýlan endurvakin
Enn á ný þykir þörf á að endurnýja Rússagrýluna, núna vegna þess að Rússarnir eru ekki lengur eins auðsveipir þjónar Kanans eins og þeir hafi lengi verið eftir lok kalda stríðsins.
Nú virðist tylliástæðan vera aukin umsvif Rússa í norðurhöfum og ítrekuð brot þeirra á lofthelgi landsins. Hvað það síðarnefnda varðar hef ég enga frétt heyrt um þessi lofthelgisbrot og er ég þó fréttasjúkur maður!
Athygli vekur að hér er ekki um að ráða njósnaflugvélar eða eftirlitsvélar heldur einhverjar fullkomnustu herþotur sem til eru, fullbúnar í bardaga.
Enn á að þrengja hringinn um Rússana, líklega til að neyða þá til að verða auðsveipari í samskiptum við hið vestræna ógnarheimsveldi, m.a. til að gefa eftir í Úkraínudeilunni og í Sýrlandi.
Eitt er víst. Kalda stríðið er byrjað aftur og Ísland er dregið inn í það enn á ný án þess að almenningur í landinu sé spurður álits hvort þeir vilji að landi verði aftur gert að skotmarki í hugsanlegum átökum.
Og þetta gerist allt þegjandi og hljóðalaust á meðan hernámsandstæðingar sofa. 30. mars liðinn þetta árið án þess að nokkuð sé minnst á hernámið, þrátt fyrir að vitað hafi verið um þessa uppákomu um nokkurt skeið.
Senda F-15 þotur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.