Styðja Píratar ekki vantraust á ríkisstjórnina?

Hún er undarleg fréttin sem birtist í danska blaðinu Information í gær. Þar er viðtal við Ernu Ýr Öldudóttur, formann framkvæmdaráðs Pírata, þar sem hún heldur því fram að það sé ekki lýðræðislegt að halda kosningar núna, heldur ætti að bíða í eitt ár með þær.

Þetta er auðvitað þvert á það sem þingmenn Pírata hafa sagt - enda styðja þeir kröfuna um þingrof og nýjar kosningar sem stjórnarandstaðan hefur lagt fram á þingi.

Þá er það skýr vilji mótmælenda á Austurvelli síðustu daga að ríkisstjórnin fari strax frá og að efnt verði til nýrra kosninga - og skoðanakannanir sýna að þeir vilja flestir Pírata í forsvari nýrrar stjórnar.

Því skýtur þetta viðtal við Ernu skökku við og spurning hvort hugur fylgi máli hjá þingmönnum flokksins. Þeir hljóta að stíga fram og tjá sig um þessar yfirlýsingar formanns framkvæmdaráðs, annars tapa Píratar trúverðugleika.

https://www.information.dk/udland/2016/04/piratpartiet-maalet-magt-skabe-forandringer?

 


mbl.is Píratar með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband