8.4.2016 | 17:24
Skrípaleikur hjá borginni?
15 mars síðastliðinn birti Sigmundur Davíð mynd af því á fésbókarsíðu sinni þegar verið var að rífa húsið við hliðina á Tryggvagötu 12, alfriðað hús frá 1898.
Hann segir ennfremur að á forsíðu Morgunblaðsins þennan dag komi fram að til standi að rífa fleiri hús, samtals um 716 fermetra og byggja í staðinn 5.700 fermetra, 107 herbergja, hótel. Það er áttföldun byggingarmagns. Þetta er liður í þróun sem hlýtur að vera farin að kalla á inngrip til að verja sögulega byggð í Reykjavík og nágrenni.
Svo þremur vikum seinna bregst byggingarfulltrúi borgarinnar loksins við og uppgötvaði sér til mikillar furðu að einnig var búið að rífa Exeterhúsið við hliðina, Tryggvagötu 12, sem er yngra hús en það sem var nr. 14, og þá loksins rankaði hann við sér.
Reyndar er í skipulagi Reykjavíkurborgar leyft að rífa alfriðað hús, þ.e. húsið nr. 14 - og ekkert heyrðist frá Minjastofnun um það.
http://lukrskjol.reykjavik.is/skipulagssja/upplysingar/DSK_PDF/20080425_R_1_132_1_Tryggvagata_10_14.pdf
Hér er svo grein Hilmars Þórs Björnssonar um þessi niðurrif borgarinnar og fleira:
http://blog.pressan.is/arkitektur/2016/03/15/nidurrif-i-reykjavik-og-paris/
Stefna borgarinnar í varðveislu gamalla bygginga er henni til hneisu og yfirlýsing hennar varðandi Exeterhússið ekkert nema yfirklór.
Sniðugt annars hjá krötunum að láta uppákomuna með Sigmund Davíð koma upp á sama tíma og þeir eru að brjóta öll lög um minjasvernd. Verst að þeir græða ekkert á því í skoðanakönnunum, halda þvert á móti áfram að tapa fylgi.
Byggt sem geymsluhús steinsmiðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.