14.6.2016 | 19:54
Þrjú dauðafæri og svo mark!
Íslenska landsliðið stálheppið að vera aðeins einu marki undir í hálfleik. Portúgalir voru búnir að fá þrjú dauðafæri áður en þeir loksins skoruðu.
Miðjan slök að venju hjá íslenska liðinu og vörnin þess vegna í tómu basli. Aron Einar í raun heppinn að vera ekki kominn með gult spjald eftir að haf brotið illa af sér nokkrum sinnum. Óhætt að segja að dómarinn sé okkur hliðhollur.
Breytingar í hálfleik? Varla enda ekki vaninn hjá þjálfurunum. Jóhann Berg er að koma illa út og ætti að vera skipt útaf í hálfleiknum en það verður varla - eflaust ekki fyrr en staðan er orðin 2-0 eða 3-0.
Vanafastir þessir þjálfarar!
Stórkostleg byrjun á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jafntefli eftir nauðvörn í seinni hálfleik! Hvað ætli Ronaldo hafi klúðrað mörgum dauðafærum?
Torfi Kristján Stefánsson, 14.6.2016 kl. 20:52
Portúgal átti 17 skot að marki en Ísland þrjú!
Norðmenn fjalla um leikinn og segja að hinn norski Birkir Bjarnason hafi skorað jöfnunarmarkið. Hvort tveggja er rétt. Birkir flutti til Noregs 11 ára gamall og lék aldrei hér á landi eftir það.
Hann var spurður að því 17 ára gamall hvort hann vildi ekki leika fyrir Noreg en sagði ákveiðið nei! Hann væri Íslendingur ...
http://www.vg.no/sport/fotball/island/norske-bjarnasson-ble-islands-em-helt/a/23712515/
Torfi Kristján Stefánsson, 14.6.2016 kl. 21:02
Svíanrir eru einnig glaðir fyrir okkar hönd - og eigna sér jafnteflið vegna Lars, þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið yfirspilað og undir stífri pressu allan leikinn:
http://www.gp.se/sport/fotboll/j%C3%A4tteskr%C3%A4llen-lagerb%C3%A4cks-island-tog-po%C3%A4ng-av-ronaldos-portugal-1.2762897
Torfi Kristján Stefánsson, 14.6.2016 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.