Kratarnir og öfgahóparnir

Þetta er auðvitað ágætt komment hjá formanni flokks sem hefur fallið úr yfir 30% atkvæða niður fyrir 10% á nokkrum árum, einkum vegna hroka og lítilsvirðingu í garðs almennra kjósenda.

Reyndar hafa krataflokkarnir lengi verið við þetta heygarðshornið eða allt síðan á millistríðsárunum þegar þeir horfðu aðgerðarlausir á eflingu hægri flokkanna í Evrópu vegna tómarúmsins sem skapaðist þegar jafnaðarmannaflokkarnir hættu að vera verkalýðsflokkar og fór að leita inn á miðjuna.

Danski Enhetslistinn, sem samsvarar Vinstri grænum hér en er þó róttækari, tekur annan pól í hæðina. Hann leggur áherslu á að leyfa ekki hægri"öfga"hópunum að eigna sér andstöðuna við ESB heldur keppa við þá um fylgi ómenntað láglaunafólks, m.a með því að mótmæla frjálsri för verkamanna frá Austur-Evrópu til vesturs.

Þessi frjálsa för hefur í för með sér aukið atvinnuleysi verkamanna hér vestra - og um leið aukinn gróða óprúttinna verktaka- og byggingafyrirtækja sem borga smánarlaun án þess að byggingarkostnaðurinn minnki nokkuð.
Hvernig væri nú að Jafnaðarmannaflokkarnir fari að nálgast aftur uppruna sinn og sækja sitt gamla fylgi til verkalýðsins?
Þá verður flokkur eins og Samfylkingin að hætta að viðra sig upp við íhaldið og nýfrjálshyggjuna og standa vörð um störf almennings í landinu.


mbl.is Gefur öfgahópum byr undir báða vængi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband