29.11.2016 | 12:26
Kaupa Stjörnuegg í staðinn?
Stjörnuegg er markaðsráðandi aðili í eggjaframleiðslunni hér á landi, rétt eins og Stjörnugrís er á svínakjötsmarkaðinum. Eigandinn er einn og sami maðurinn, Geir Gunnar Geirsson á Vallá.
Fyrir nokkrum árum eignaðist Stjörnugrís eigur Brautarholtsbúsins, sem ótrúlegt en satt var þá í eigu eigenda Brúneggja, Kristins Gylfa Jónssonar og þeirra bræðra.
Þá hagnaðist Geir Gunnar vel á því að einn helsti samkeppnisaðilinn væri úr sögunni.
Nú lítur allt út fyrir að hitt fyrirtæki hans, Stjörnuegg, hagnist einnig vel á óförum annars fyrirtækis þeirra bræðra, Brúneggja. Sérkennileg tilviljun ekki satt?
En hvernig er þetta Stjörnueggjafyrirtæki sem eggjaneytendur þurfa að leita til í auknum mæli?
Á náttúran.is is má lesa eftirfarandi um sölutrix fyrirtækisins um að framleiðsla þess sé vistvæn:
Það haldi "framleiðsluhænum sínum í búrum, fjórum saman alla ævi, í myrkvuðum skemmum, þar sem hver og ein hæna hefur svæði sem samsvarar A4 blaði (21 x 29,7 sm) en þessi búr hafa fyrir löngu verið bönnuð innan ríkja Evrópusambandsins."
http://www.natturan.is/samfelagid/efni/13007/
Er það þetta sem Kastljós, fjölmiðlar og Matvælastofnun vill að við neytendur styrkjum frekar - eða er kannski ætlunin að ganga að innlendri framleiðslu á eggjum dauðri? ... (Ætli ástandi sé eitthvað betra ytra?).
Líklega er þó best að hætta allri neyslu á hæsna- og svínaafurðum vegna verksmiðjubúskapnum sem fylgir þessari starfsemi.
Eggjaskortur í desember? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460034
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.