29.11.2016 | 14:00
Lífræn framleiðsla?
Fyrirtækið sem um ræðir heitir Nesbúegg og var reyndar áður í eigu þeirra sem reka Brúnegg.Fyrirtækið var keypt í október 2014.
Það er nú í eigu Líflands ehf (sem flytur inn kjarnfóður, tilbúinn áburð og fleira). Í stjórn Líflands eru m.a. Sólveig Pétursdóttur (stjórnarformaður) og Þórarinn V. Þórarinsson.
Annar eigandi er Feier. Aðaleigandi þess var lengi hægri hönd Ólafs Ólafssonar sem kenndur er við Samskip. Hann hefur einnig verið í samvinnu við Bjarna Ármannsson, fyrrum bankastjóra, og flutti inn 600 milljónir króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2013. Aðstandendur félagsins neita að gefa upp hvernig þeir fjármunir séu til komnir.
Ég tel frekar litlar líkur á að vottunin á búinu sé rétt. Til dæmis veit ég ekki til þess að Lífland flytji inn (eða rækti) lífrænt fóður en ætla má að fóður frá þeim sé notað í framleiðsluna.
Biður íslenska neytendur afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 459981
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.