Að láta taka sig í bólinu

Ein setning í þessari frétt er mjög athyglisverð: "Þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gert sér grein fyr­ir hætt­unni á því að eig­end­ur Kaupþings gætu selt sjálf­um sér hlut­inn í bank­an­um, voru lík­ur á því tald­ar hverf­andi".

Með þetta í huga er vert að minnast fagnaðarláta forsætis- og fjármálaráðherranna vegna afnám gjaldeyrishaftanna. Afnámið átti að koma sér einkar vel fyrir almenning og lífeyrissjóðina. Það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða á almenning en þau eru þegar ljós um þá síðarnefndu.

Lífeyrissjóðirnir höfðu verið í samningaviðræðum við slitastjórn Kaupþings um kaup á hlut í Arionbanka en þau kaup urðu að engu þegar vogunarsjóðirnir keyptu sinn hlut.

Þá er vert að muna orð ráðherranna um að ekki séu allir vogunarljóðir vondir, nú þegar í ljós er komið að a.m.k. einn þeirra hefur stundað mútugreiðslur í stórum stíl og er nú m.a.s. uppvís að því að hafa verið leppur skattaskjólsfyrirtækis í þessum kaupum!

Ljóst er af þessu að afnám gjaldeyrishaftanna voru mjög illa undirbúin og ríkisstjórnin (og Seðlabankinn) látið taka sig illilega í bólinu. 
Sama virðist gilda um Fjármálaeftirlitið samkvæmt orðum forstjórans í Kastljósinu í gærkvöldi. Frumvarp enn í smíðum sem hefði getað komið í veg fyrir hluti sem þessa.

Stjórnvöld öll virðast vanhæf - og það ekki í fyrsta sinn.


mbl.is Salan losar milljarðatugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband